Fréttir
Orkunýtin húsakynni hjá HR
Þann 1. febrúar 2011 var fundað með Sólrúnu og Jens hjá Háskólanum í Reykjavík í nýjum húsakynnum skólans. Við hönnun húsnæðisins var lögð áhersla á að auka orkunýtni eins og hægt var.
Til að mynda er ljósstýringarkerfi í húsinu sem eykur endingatíma pera með því að hafa þær ekki á fullum straumi heldur er birtustigi perunnar stýrt eftir ljósmagni og dagsbirtu. Skólinn er einnig meðvitaður um mikilvægi samgangna og hafa starfsmenn afnot af tveimur rafbílum og reiðhjólum. Skólinn kaupir Svansmerkta ræstingarþjónustu ásamt Svansmerktum ljósritunarpappír, prenturum og blekhylkjum.