Fréttir
Einkabollar í uppáhaldi
Þann 31. janúar 2011 voru Jens Pétur og Bjarndís hjá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu heimsótt. Ráðuneytið hefur verið að innleiða þætti sem styðja við vistvæn innkaup. Alltaf er keyptur Svansmerktur pappír og til reynslu eru ekki keyptir post-it miðar heldur rífa menn niður notuð blöð til að nota sem minnismiða.
Allir prentarar eru stilltir á sjálfkrafa prentun á báðar hliðar arkarinnar, einungis einn litaprentari stendur til boða og er hann niðri í kjallara. Úrgangsmál eru í góðum farvegi, ruslatunnur hafa verið fjarlægðar af skrifstofum en með því má draga verulega úr plastpokanotkun og spara stórfé. Ekki er lengur boðið upp á einnota glös heldur einkabolla starfsmanna sem margir halda mikið upp á. Einnig býður ráðuneytið starfsmönnum sínum upp á að skrifa undir samgöngusamning ef þeir skilja prívatbílinn eftir heima þegar þeir ferðast til og frá vinnu.