Fréttir
Úrgangsflokkun í MH
Þann 31. janúar 2011 voru heimsótt Jón Sigurbjörns og Guðrún hjá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Innan skólans eru menn mjög meðvitaðir um vistvæn innkaup og um umhverfismál almennt. Til að mynda er
úrgangur flokkaður, nemendur geta flokkað í þrjá flokka en starfsmenn í fleiri. Jón og Guðrún töldu sig vera mjög virka notendur rammasamninga og sögðust treysta því að Ríkiskaup byði upp á vistvænt úrval í sínum samningum.