Fréttir
Veðurstofan kaupir metanbifreið
Þann 5. október 2010 voru heimsóttar Þóra og Hafdís hjá Veðurstofunni. Veðurstofan hefur nú þegar tekið skref í átt að vistvænni innkaupum. Til að mynda er öll prentþjónusta Svansmerkt, einnota glös eru á útleið og verið er að undirbúa aðgangsstýringu prentara til að draga úr óþarfa prentun.
Við næstu bifreiðakaup Veðurstofunnar mun metanbifreið verða fyrir valinu. Slíkar bifreiðar menga mun minna en hefðbundar bifreiðar en talið er að 113 metanbifreiðar mengi jafn mikið og ein bensínbifreið.