Fréttir
Vistvæn innkaup í fjármálaráðuneytinu
Haldinn var fræðslufundur fyrir fjármálaráðuneytið og allar stofnanir þess um vistvæn innkaup þann 15. febrúar s.l. Þar með er hafin innleiðing á vistvænum innkaupum hjá viðkomandi stofnunum en stefnt er að fyrsta skrefi í innleiðingu vistvænna innkaupahátta allra ríkisstofnanna fyrir árslok 2012. Á fundinum fór sérfræðingur Umhverfisstofnunar yfir vistvæn innkaup, umhverfismál, umhverfismerkingar og grænt bókhald. Fengu allar stofnanir heimavinnu og mun hópurinn hittast aftur á vinnustofu eftir nokkrar vikur. Á árinu verða öll ráðuneyti og stofnanir þeirra tekin fyrir með þessum hætti.