Fréttir
Vistvæn innkaup í grænu hagkerfi
Alþingi samþykkti 20. mars s.l. með 43 samhljóða atkvæðum þingsályktunartillögu um eflingu græns hagkerfis á Íslandi. Í tillögunni eru lagðar til 48 leiðir til þess að efla græna hagkerfið á Íslandi, meðal annars að allir nýir rammasamningar ríkisins uppfylli viðmið í umhverfisskilyrðum í vöruflokkum þar sem slík skilyrði eru til staðar ásamt fleiri aðgerðum er snerta vistvæn innkaup.
Markmiðið er að ríkið verði fyrirmynd í umhverfismálum og skapi aðstæður fyrir grænt hagkerfi. Beitt verði m.a. hagrænum hvötum til þess að efla græna hagkerfið, grænum störfum verði fjölgað og fræðsla verði aukin um umhverfismál. Sjá nánar þingsályktunartillöguna í heild