Vinn.is

Hvað eru vistvæn innkaup?

Vistvæn innkaup er að velja þá vöru eða þjónustu sem er síður skaðleg umhverfinu eða heilsu manna og ber sama eða lægri líftímakostnað samanborið við aðrar vörur og þjónustu sem uppfylla sömu þörf.

Fréttir

Vistvæn innkaup í Sveitarstjórnarmálum

Í septemberblaði Sveitarstjórnarmála birtist eftirfarandi grein um vistvæn innkaup

Vistvæn innkaup opinberra aðila - vannýtt tækifæri?

Í Evrópu eru opinber innkaup talin nema um 18% af vergri þjóðarframleiðslu. Á Íslandi má því áætla að opinber innkaup á Íslandi séu um 300 milljarðar á ári, þar af eru innkaup sveitarfélaga um 150 milljarða á ári. Áhrifamáttur opinberra innkaupa er mikill. Með því að setja skýrar umhverfiskröfur í innkaupum gefst tækifæri til virkrar samkeppni og hvatning til nýsköpunar um vistvænar vörur og þjónustu á markaðinum. Um leið er dregið úr umhverfisáhrifum innkaupa og neyslu í opinberri starfsemi og samfélaginu öllu.

En hvað eru vistvæn innkaup?

Vistvæn innkaup er að velja þá vöru eða þjónustu sem er síður skaðleg umhverfinu eða heilsu manna og ber sama eða lægri líftímakostnað samanborið við aðrar vörur og þjónustu sem uppfylla sömu þörf.

Árangur Reykjavíkurborgar

Árið 2009 voru tvö ræstingarútboð á vegum Reykjavíkurborgar, hvar sett voru skýr umhverfisskilyrði m.a. um efnanotkun og gefin stig ef þjónustan uppfyllti kröfur um umhverfisvottun. Útboðin byggðu á ítarlegri þarfagreiningu í samráði við notendur.

Árangur útboðanna var eftirfarandi:

  • Kostnaður vegna ræstinganna minnkaði um 50%, þ.e. um 90 milljónir á ári.
  • Efnanotkun minnkaði um 65% í öðru útboðinu og 33% í hinu.
  • Meira en 95% af efnum í ræstingunum eru umhverfisvottuð.
  • Plastpokanotkun í skrifstofuhúsnæði minnkaði um 200 kg ári.
  • Heilsusamlegra vinnuumhverfi.
  • Aukin ánægja hjá starfsfólki Reykjavíkurborgar með ræstingarnar.
  • Mikil fjölgun Svansvottana á Íslandi. Markaðshlutdeild Svansvottaðrar ræstingarþjónustu jókst úr því að vera minna en 10% árið 2009 í meira en 50% árið 2011.
  • Stóraukið framboð af vistvænum ræstingarefnum og ræstingarvörum hjá söluaðilum á Íslandi.

Ljóst er að með vistvænum innkaupum hafa sveitarfélög tækifæri til að hagræða og bæta umhverfi og heilsu. Sjá nánari upplýsingar og verkfæri á vef stýrihóps um vistvæn innkaup http://vinn.is/

Höfundar:

Hulda Steingrímsdóttir, umhverfisfræðingur hjá Alta og starfsmaður stýrihóps um vistvæn innkaup

Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg og fulltrúi Samband íslenskra sveitarfélaga í stýrihóp um vistvæn innkaup

Verkefnið Vistvæn innkaup (VINN) varð til árið 2003 sem samstarfsvettvangur opinberra aðila sem höfðu áhuga á að innleiða og vinna að vistvænum innkaupum. Meginþættir verkefnisins eru að þróa vistvæn innkaup, upplýsa og aðstoða. Aðstandendur VINN; Samband íslenskra sveitarfélaga, fjármálaráðuneytið, umhverfisráðuneytið, Ríkiskaup, Umhverfisstofnun, Reykjavíkurborg og Hafnarfjarðarbær

Þú ert hér: Forsíða Nýtt frá stofnunum Vistvæn innkaup í Sveitarstjórnarmálum

Um verkefnið

Verkefnið Vistvæn innkaup (VINN) varð til árið 2003 sem samstarfsvettvangur opinberra aðila sem höfðu áhuga á að innleiða og vinna að vistvænum innkaupum. Endurskoðuð stefna 2013 var útvíkkuð og tekur nú einnig til græns ríkisreksturs. Meginþættir verkefnisins eru að þróa vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur, upplýsa og aðstoða.

 

Aðstandendur verkefnisins

Fjármálaráðuneytið
Umhverfisráðuneytið
Ríkiskaup
Umhverfisstofnun
Samband íslenskra sveitarfélaga
Hafnarfjarðarbær
Reykjavíkurborg
Landspítali

Hafðu samband

Hafir þú spurningar, athugasemdir eða fréttir er best að hafa samband í gegnum This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Sjá einnig á Facebook og Twitter.

 

Flestar myndirnar á vefnum tók Hugi Ólafsson en nokkrar eru fengnar úr myndabanka norden.org.