Fréttir
Aukin fræðsla og þjálfun eykur vistvæn innkaup
Samkvæmt nýlegri rannsókn virðist aukin fræðsla og þjálfun hafa marktæk áhrif á og vera lykill að farsælli innleiðingu vistvænna innkaupa. Fjöldi rannsókna hafa verið gerðar á árangri vistvænna innkaupa en færri um þá þætti sem hafa áhrif á innleiðinguna.
Sérstakt átak hefur verið í fræðslu um vistvæn innkaup hjá íslenskum stofnunum árið 2012 og verður því fróðlegt að fylgjast með áhrifum vistvænna innkaupa á markaðinn, sem samkvæmt þessu ætti að hafa áhrif.