Fréttir
16 nýir gátlistar
Nú geta kaupendur stuðst við 24 gátlista við smærri innkaup. Gátlistarnir auðvelda kaupendum að spyrja og gera kröfur um umhverfisvæna valkosti. Bleiur, kaplar, ljósaperur, vinnuhanskar, þvottaþjónusta og sængurföt eru dæmi um vöruflokka. Fyrir voru átta gátlistar en nú hafa bæst við 16.