Fréttir
FVA sparar 140 þúsund árlega
Fyrir tveimur árum endurskoðaði Fjölbrautarskóli Vesturlands Akranesi hjá sér lýsingu á göngum skólans og komst að því að verið væri að oflýsa. Gripið var til þess einfalda ráðs að fækka ljósaperum um helming í hverjum lampa, fjarlægðar voru tvær perur af fjórum í hverjum lampa. Lýsing var minnkuð án þess að hún væri óþarflega lítil.
Samtals sparnaður hjá FVA vegna þessara aðgerða nemur um 140 þúsund krónum á ári. Sparnaðurinn er vegna minni orku- og perunotkunar. Orkureikningurinn lækkaði um 120 þús kr/ári og perukostnaður um 20 þús kr/ári, þá er ótalinn kostnaður við förgun á perum. Perufækkunin er í 350 fermetrumaf rúmlega 7000 fermetrumskólans og samkvæmt Pétri Óðinssyni umsjónarmanni, hefur FVA enn svigrúm til að fækka perum. Reynslan er góð hjá FVA og sjálfsagt að hvetja stofnanir til að nýta slík tækifæri til hagræðingar sé þess kostur. Leita má til Péturs í gegnum tölvupóst, This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.