Fréttir
Aðstoð við útboð á visthæfum bifreiðum
Verkefnið "Hreinn bílafloti" (e.Clean Fleets Project) býður ókeypis aðstoð við innkaup á visthæfum bifreiðum. Verkefnið er hluti af innleiðingu á tilskipun ESB um visthæfa bíla (Clean Vehicles Directive) sem okkur hér á landi ber einnig skylda til að innleiða.
Hægt er að fá margvíslega aðstoð, s.s. við útboðsgerð, þjálfun, upplýsingamiðlun og sérfræðiráðgjöf. Boðið verður upp á opna spjallþræði, verkfæri verði þróuð, safnað góðum dæmisögum, ásamt fréttasendingum. Áhugasamir geta kynnta sér málið frekar hér.