Fréttir
Lögreglan fækkar prenturum um 60%
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu innleiddi heildstæða prentlausn í september 2007. Embættið fékk á einu bretti nýjan fullkomin prentbúnað fyrir alla sína starfsemi og greiðir fasta krónutölu fyrir hvert blað.
Við innleiðinguna fækkaði prenttækjum um 60% hjá embættinu með tilheyrandi sparnaði. Prentarar eru ekki lengur við vinnustöðar notenda heldur miðlægt. Mánaðarlega fá stjórnendur skýrslu um prentkostnað sinnar deildar,hvað var prentað og hver. Slíkt veitir aðhald, amk um 20% af pappír sparast með þessum hætti.