Fréttir
Grænt bókhald og sjálfbærnivísar GRI hjá ÁTVR
Í nýrri ársskýrslu ÁTVR 2012 má sjá margar áhugaverðar tölur úr grænu bókhaldi ÁTVR sem styðst fyrst íslenskra stofnana við sjálfbærnivísa GRI (Global Reporting Initiative).
Til dæmis voru 15.169 margnota pokar seldir á árinu. Þar eru einnig tölur um losun CO2, hlutfall lífræns ræktaðs áfengis, endurvinnslu og svo mætti lengi telja.
Sjálfbærnivísar eru mælikvarðar sem meta árangur á sviði sjálfbærni, það er árangur á sviði efnahags, samfélags og umhverfis. Global Reporting Initiative (GRI) eru samtök sem hafa þróað alþjóðleg viðmið um gerð sjálfbærnivísa og hvernig þeim skuli miðlað á áreiðanlegan og gagnsæjan hátt í ársskýrslum.