Fréttir
Fræðsla um vistvæn innkaup á YouTube
Nú eru aðgengilegar á YouTube upptökur af vinnustofu vistvænna innkaupa, upplagt fyrir þá sem ekki komust.
Frá árinu 2012 hefur verið gert átak í innleiðingu vistvænna innkaupa. Fjölmörg ráðuneyti og stofnanir þeirra hafa fengið fræðslu til þess að stíga fyrstu skref í vistvænum innkaupum. Haldinn var almennur kynningarfundur þar sem þátttakendur fengu heimaverkefni og að nokkrum vikum liðnum var síðan haldin vinnustofa þar sem farið var nánar yfir verkfæri og heimavinnu. Verkfærin má finna hér á vefnum.