Fréttir
Reiknivélar fyrir líftímakostnað
Ein leið til að reikna heildarkostnað vöru er að greina líftímakostnað (e. Life Cycle Costing, LCC). Líftímakostnaður er innkaupaverð vöru auk kostnaðar við rekstur, viðhald og förgun. Í þarfagreiningu eða við innkaup skiptir máli að gera sér grein fyrir heildarkostnaði. Nú eru aðgengilegar á vinn.is reiknivélar fyrir líftímakostnað.