Fréttir
Góð hjálp við nýskapandi innkaup (PPI)
Danir halda úti sérstökum vef OPIGUIDE með verkfærum, samningsdrögum og leiðbeiningum fyrir nýskapandi innkaup (e. public procurement innovation).
Nýskapandi innkaup eru spennandi svið þar sem leitað er eftir þörfum hjá markaði og mögulega þróaðar nýjar lausnir sem framlag til grænna hagkerfis. Til dæmis lítur Evrópusambandið svo á að í stað þess að veita styrki til nýsköpunarfyrirtækja þar sem ekki ljóst hvert peningarnir fara þá er betra að hafa áhrif á nýsköpun með því að skapa þörf og nota hana sem stjórntæki, þ.e. í gegnum innkaupakröfur, samkvæmt Bertrand Wert hjá Innovation Policy Development, Directorate General for Enterprise and Industry, European Commission.