Fréttir
Getur maður gert grænt bókhald á tveimur vikum?
Já, það er lítið mál, segir Ólafur Jón Ingólfsson, skrifstofustjóri Mannvirkjastofnunar.
Mannvirkjastofnun skilaði grænu bókhaldi fyrir árin 2012 og 2013 og studdist við kynningarmyndbönd og nýja útgáfu af grænu bókhaldi. "Þetta var auðveldara en ég hélt. Það þarf að óska eftir upplýsingum frá birgjum og skoða tölur í bókhaldi. Svo er bara að fylla inn í skjalið. Það verður gaman að skoða tölur á næsta ári þegar við getum farið að bera saman árangur á milli ára."