Fréttir
Geta opinberir aðilar stuðlað að nýsköpun?
Nú stendur yfir ráðstefna Ecoprocura, ein helsta ráðstefnan um vistvæn innkaup. Þar er margt spennandi, ekki eru eingöngu umræður um leiðir og árangur í vistvænum innkaupum heldur vekur umgjörð ráðstefnunnar einnig athygli.
Borgin Ghent, þar sem ráðstefnan er haldin, er ávallt með grænmetisdag á fimmtudögum í borginni. Svo er einnig í dag. Ráðstefnan sparar vatn og dregur úr kolefnisfótspori.
Á ráðstefnunni er verið að ræða leiðir til að nýta innkaupamátt opinberra aðila til nýsköpunar í gegnum vistvæn innkaup.