Fréttir
Grænum skrefum í ríkisrekstri hleypt af stokkunum
Um leið og kynnt voru góð dæmi í grænum ríkisrekstri á morgunverðarfundi 26. nóv var Grænum skrefum í ríkisrekstri hleypt af stokkunum.
Birna Helgadóttir hjá Landspítala ræddi óvæntan árangur af aðgerðum í umhverfismálum sem leitt hafa til aukinnar ánægju starfsmanna, sparnaðar og minni umhverfisáhrifa.
Vel var mætt á morgunverðarfundinn og sköpuðust góðar umræður. Einnig kynntu á fundinum Hrönn Hrafnsdóttir hjá Reykjavíkurborg Græn skref borgarinnar, Elva Rakel hjá Umhverfisstofnun kynnti Grænu skrefin og árangur græns bókhalds og Birna Guðrún Magnadóttir hjá Ríkiskaupum hvað stofnanir geri í vistvænum innkaupum. Sjá meira um fundinn hér.