Fréttir
Niðurstöður könnunar um grænan ríkisrekstur birtar
Búið er að birta niðurstöður könnunar um grænan ríkisrekstur sem gerð var í vor meðal forstöðumanna ríkisstofnana. Helstu niðurstöður eru að umhverfisstarf hefur almennt aukist. Stofnanir hafi sett sér umhverfisstefnu og -markmið og flokka sorp í meira mæli en áður. Mikil aukning hefur orðið í gerð samgöngusamninga en í ár bjóða 42% stofnana starfsmönnum sínum upp á slíka samninga samanborið við 15% árið 2013. Niðurstöður könnunarinnar má sjá hér.