Fréttir
Sparnaður í rekstri og lágmörkun umhverfisáhrifa með Grænum skrefum og grænu bókhaldi
Taktu þátt í Grænum skrefum í ríkisrekstri og skilaðu grænu bókhaldi. Grænt bókhald er verkfæri fyrir stofnanir til að fylgjast með þýðingarmestu umhverfisþáttunum í starfsemi stofnana. Að færa grænt bókhald auðveldar stofnunum að sjá hvar tækifæri eru til hagræðingar, en þar er farið yfir m.a. pappírskaup, sorphirðu, samgöngur, hita og rafmagn.
Áhugi stofnana á umhverfismálum hefur aukist mikið á síðustu árum sem má sjá á því að 40 stofnanir eru núna þátttakendur í Grænum skrefum í ríkisrekstri með yfir 100 starfsstöðvar. Þessar stofnanir skila grænu bókhaldi á hverju ári í apríl.
Dæmi um árangur stofnana sem hafa innleitt Græn skref:
- Flokkun úrgangs þátttökustofnana jókst um 21% milli 2014 og 2015
- Hlutfall umhverfismerkts pappírs er nú 100% hjá þessum stofnunum
- Umhverfis- og auðlindaráðuneyti flokkar nú 62% alls úrgangs sem fellur til
- Háskóli Íslands dregur úr pappírsnotkun um 2 kg á starfsmann á ári síðan 2012
Umhverfisstofnun fer með umsjón verkefnisins og veitir stofnunum aðstoð og ráðleggingar við gerð bókhaldsins. Hægt er að hafa samband við Hólmfríði Þorsteinsdóttur til að fá frekari upplýsingar eða aðstoð við að koma verkefninu af stað This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Við hvetjum allar stofnanir til að hefjast handa.
Á vef vistvænni innkaupa má sjá niðurstöður úr Grænu bókhaldi þeirra stofnana sem sendu inn fyrir árin 2011- 2015, og leiðbeiningar um gerð þess.
Að lokum má benda á facebook síðu vistvænni innkaupa og græns ríkisreksturs. Facebook auðveldar miðlun upplýsinga og reynslusaga, einnig er hægt að leita nýta facebook til að fá ráðleggingar frá öðrum stofnunum. Fyrsta skrefið er því að smella „læki“ á síðuna https://www.facebook.com/graennrikisrekstur/