Vinn.is

Hvað eru vistvæn innkaup?

Vistvæn innkaup er að velja þá vöru eða þjónustu sem er síður skaðleg umhverfinu eða heilsu manna og ber sama eða lægri líftímakostnað samanborið við aðrar vörur og þjónustu sem uppfylla sömu þörf.

Fréttir

Nýskapandi innkaup eru lykillinn að grænu hagkerfi

Nú er komin ný síða sem helguð er nýskapandi innkaupum (e. Public procurement innovation, PPI). Slík innkaup eru kröftugur drifkraftur fyrir nýjar vistvænar lausnir og grænt hagkerfi. Nýskapandi innkaup geta skapað störf og aukið samkeppnishæfni atvinnulífsins og lítilla fyrirtækja.

Meira...

Birgjar og markaðurinn græða

Danska umhverfisstofnunin hefur komist að því að vistvæn innkaup koma birgjum til góða, skapa aukin tækifæri á mörkuðum, efla nýsköpun og útflutning og skapa ný störf. 

Meira...

Hvernig á að innleiða vistvæn innkaup í litlum samfélögum?

Út er kominn nýr og aðgengilegur bæklingur um hvernig á að innleiða vistvæn innkaup í litlum samfélögum á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Hér má nálgast bæklinginn.

 

Kostnaður við ræstingar í HÍ minnkar

Í september 2012 voru boðnir út um 60 þúsund m2 hjá HÍ fyrir ræstiþjónustu. Á grunni vandaðrar þarfagreiningar og kröfu um Svansvottaða ræstingu fengust hagstæð tilboð og kostnaður vegna ræstinga mun minnka umtalsvert. Jafnframt mun efnanotkun minnka og öll efni sem notuð eru við almenna ræstingu eru umhverfismerkt. Plastpokar hafa ekki verið notaðir í ruslafötum á skrifstofum í Háskóla Íslands frá 2010. Allt er þetta gott fyrir pyngjuna, umhverfið og heilsuna.

Reiknivélar fyrir líftímakostnað

Ein leið til að reikna heildarkostnað vöru er að greina líftímakostnað (e. Life Cycle Costing, LCC). Líftímakostnaður er innkaupaverð vöru auk kostnaðar við rekstur, viðhald og förgun. Í þarfagreiningu eða við innkaup skiptir máli að gera sér grein fyrir heildarkostnaði. Nú eru aðgengilegar á vinn.is reiknivélar fyrir líftímakostnað. 

Þú ert hér: Forsíða Nýtt frá stofnunum

Um verkefnið

Verkefnið Vistvæn innkaup (VINN) varð til árið 2003 sem samstarfsvettvangur opinberra aðila sem höfðu áhuga á að innleiða og vinna að vistvænum innkaupum. Endurskoðuð stefna 2013 var útvíkkuð og tekur nú einnig til græns ríkisreksturs. Meginþættir verkefnisins eru að þróa vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur, upplýsa og aðstoða.

 

Aðstandendur verkefnisins

Fjármálaráðuneytið
Umhverfisráðuneytið
Ríkiskaup
Umhverfisstofnun
Samband íslenskra sveitarfélaga
Hafnarfjarðarbær
Reykjavíkurborg
Landspítali

Hafðu samband

Hafir þú spurningar, athugasemdir eða fréttir er best að hafa samband í gegnum This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Sjá einnig á Facebook og Twitter.

 

Flestar myndirnar á vefnum tók Hugi Ólafsson en nokkrar eru fengnar úr myndabanka norden.org.