Vinn.is

Hvað eru vistvæn innkaup?

Vistvæn innkaup er að velja þá vöru eða þjónustu sem er síður skaðleg umhverfinu eða heilsu manna og ber sama eða lægri líftímakostnað samanborið við aðrar vörur og þjónustu sem uppfylla sömu þörf.

Fréttir

Ráðstefna um opinber innkaup 3. nóvember

Skráning er hafin á ráðstefnu Ríkiskaupa um opinber innkaup sem haldin verður 3. nóvember. Á ráðstefnunni verða rædd margvísleg áhrif opinberra innkaupa á samfélagið og viðskiptalífið en auk þess verður fjallað um nýjungar í opinberum innkaupum frá lögfræðilegu sjónarmiði. Þema ráðstefnunnar er: 

Hvernig við eyðum almannafé skiptir máli.
Skyldi nokkuð koma til handalögmála?

Ráðstefnan er hluti af norrænni viku tileinkaðri grænum innkaupum. 

Nánar um ráðstefnuna og skráningu á hana hér.

Niðurstöður könnunar um grænan ríkisrekstur birtar

Búið er að birta niðurstöður könnunar um grænan ríkisrekstur sem gerð var í vor meðal forstöðumanna ríkisstofnana. Helstu niðurstöður eru að umhverfisstarf hefur almennt aukist. Stofnanir hafi sett sér umhverfisstefnu og -markmið og flokka sorp í meira mæli en áður. Mikil aukning hefur orðið í gerð samgöngusamninga en í ár bjóða 42% stofnana starfsmönnum sínum upp á slíka samninga samanborið við 15% árið 2013. Niðurstöður könnunarinnar má sjá hér.

Er þín stofnun búin að skila græna bókhaldinu?

Skilafrestur var 10. apríl og enn er hægt að skila gögnum á   This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Látið ekki ykkar eftir liggja. Stofnunum sem skila fer sífell fjölgandi. Hér má sjá árangur og stöðu þeirra stofnana sem hafa skilað síðustu ár. 

Meira...

Erindi sem þú mátt ekki missa af

Um ágæti samgöngusamninga, ánægju starfsmanna og færri veikindi. Um minni matarsóun, lífræna flokkun og betra skipulag sem leiðir til sparnaðar. Um margnota bakka og ávinning. Um græn skref og árangur græns bókhalds. Já listinn er langur og fróðlegur. Þið sem misstuð af morgunverðarfundinum, kíkið á erindin hér.

Grænum skrefum í ríkisrekstri hleypt af stokkunum

Um leið og kynnt voru góð dæmi í grænum ríkisrekstri á morgunverðarfundi 26. nóv var Grænum skrefum í ríkisrekstri hleypt af stokkunum. 

Birna Helgadóttir hjá Landspítala ræddi óvæntan árangur af aðgerðum í umhverfismálum sem leitt hafa til aukinnar ánægju starfsmanna, sparnaðar og minni umhverfisáhrifa. 

Meira...

Þú ert hér: Forsíða Nýtt frá stofnunum

Um verkefnið

Verkefnið Vistvæn innkaup (VINN) varð til árið 2003 sem samstarfsvettvangur opinberra aðila sem höfðu áhuga á að innleiða og vinna að vistvænum innkaupum. Endurskoðuð stefna 2013 var útvíkkuð og tekur nú einnig til græns ríkisreksturs. Meginþættir verkefnisins eru að þróa vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur, upplýsa og aðstoða.

 

Aðstandendur verkefnisins

Fjármálaráðuneytið
Umhverfisráðuneytið
Ríkiskaup
Umhverfisstofnun
Samband íslenskra sveitarfélaga
Hafnarfjarðarbær
Reykjavíkurborg
Landspítali

Hafðu samband

Hafir þú spurningar, athugasemdir eða fréttir er best að hafa samband í gegnum This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Sjá einnig á Facebook og Twitter.

 

Flestar myndirnar á vefnum tók Hugi Ólafsson en nokkrar eru fengnar úr myndabanka norden.org.