Vinn.is

Hvað eru vistvæn innkaup?

Vistvæn innkaup er að velja þá vöru eða þjónustu sem er síður skaðleg umhverfinu eða heilsu manna og ber sama eða lægri líftímakostnað samanborið við aðrar vörur og þjónustu sem uppfylla sömu þörf.

Fréttir

Geta opinberir aðilar stuðlað að nýsköpun?

Nú stendur yfir ráðstefna Ecoprocura, ein helsta ráðstefnan um vistvæn innkaup. Þar er margt spennandi, ekki eru eingöngu umræður um leiðir og árangur í vistvænum innkaupum heldur vekur umgjörð ráðstefnunnar einnig athygli.  

Meira...

Reiknivél fyrir CO2-losun frá flugi

Hér fylgir ný slóð fyrir útreikninga á CO2-losun. Slóðin í græna bókhaldinu virkar ekki lengur.

Reiknivélin er á vegum ICAO, International Civil Aviation Organization.

Hvaða viðmið/merki á að nota í innkaupum?

Merkja- og viðmiðafrumskógurinn getur verið flókinn og erfitt að vita hverju skuli fylgja til að velja vistvænt, siðgæðisvottað eða annað í þeim dúr. Nú býðst aðgengilegt verkfæri Standard Map sem auðveldar þessa vinnu fyrir kaupendur en einnig framleiðendur og útflytjendur.

Meira...

Getur maður gert grænt bókhald á tveimur vikum?

Já, það er lítið mál, segir Ólafur Jón Ingólfsson, skrifstofustjóri Mannvirkjastofnunar.

Meira...

Græn skref stofnana UAR

Stofnanir umhverfis- og auðlindaráðuneytisins stíga Græn skref. Grænu skrefin byggja á Grænum skrefum Reykjavíkurborgar. Hér má sjá 

Meira...

Þú ert hér: Forsíða Nýtt frá stofnunum

Um verkefnið

Verkefnið Vistvæn innkaup (VINN) varð til árið 2003 sem samstarfsvettvangur opinberra aðila sem höfðu áhuga á að innleiða og vinna að vistvænum innkaupum. Endurskoðuð stefna 2013 var útvíkkuð og tekur nú einnig til græns ríkisreksturs. Meginþættir verkefnisins eru að þróa vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur, upplýsa og aðstoða.

 

Aðstandendur verkefnisins

Fjármálaráðuneytið
Umhverfisráðuneytið
Ríkiskaup
Umhverfisstofnun
Samband íslenskra sveitarfélaga
Hafnarfjarðarbær
Reykjavíkurborg
Landspítali

Hafðu samband

Hafir þú spurningar, athugasemdir eða fréttir er best að hafa samband í gegnum This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Sjá einnig á Facebook og Twitter.

 

Flestar myndirnar á vefnum tók Hugi Ólafsson en nokkrar eru fengnar úr myndabanka norden.org.