Vinn.is

Hvað eru vistvæn innkaup?

Vistvæn innkaup er að velja þá vöru eða þjónustu sem er síður skaðleg umhverfinu eða heilsu manna og ber sama eða lægri líftímakostnað samanborið við aðrar vörur og þjónustu sem uppfylla sömu þörf.

Fréttir

FVA sparar 140 þúsund árlega

Fyrir tveimur árum endurskoðaði Fjölbrautarskóli Vesturlands Akranesi hjá sér lýsingu á göngum skólans og komst að því að verið væri að oflýsa. Gripið var til þess einfalda ráðs að fækka ljósaperum um helming í hverjum lampa, fjarlægðar voru tvær perur af fjórum í hverjum lampa. Lýsing var minnkuð án þess að hún væri óþarflega lítil.

Meira...

16 nýir gátlistar

Nú geta kaupendur stuðst við 24 gátlista við smærri innkaup. Gátlistarnir auðvelda kaupendum að spyrja og gera kröfur um umhverfisvæna valkosti. Bleiur, kaplar, ljósaperur, vinnuhanskar, þvottaþjónusta og sængurföt eru dæmi um vöruflokka. Fyrir voru átta gátlistar en nú hafa bæst við 16. 

Aukin fræðsla og þjálfun eykur vistvæn innkaup

Samkvæmt nýlegri rannsókn virðist aukin fræðsla og þjálfun hafa marktæk áhrif á og vera lykill að farsælli innleiðingu vistvænna innkaupa. Fjöldi rannsókna hafa verið gerðar á árangri vistvænna innkaupa en færri um þá þætti sem hafa áhrif á innleiðinguna. 

Meira...

Vistvæn innkaup í Sveitarstjórnarmálum

Í septemberblaði Sveitarstjórnarmála birtist eftirfarandi grein um vistvæn innkaup

Vistvæn innkaup opinberra aðila - vannýtt tækifæri?

Í Evrópu eru opinber innkaup talin nema um 18% af vergri þjóðarframleiðslu. Á Íslandi má því áætla að opinber innkaup á Íslandi séu um 300 milljarðar á ári, þar af eru innkaup sveitarfélaga um 150 milljarða á ári. Áhrifamáttur opinberra innkaupa er mikill. Með því að setja skýrar umhverfiskröfur í innkaupum gefst tækifæri til virkrar samkeppni og hvatning til nýsköpunar um vistvænar vörur og þjónustu á markaðinum. Um leið er dregið úr umhverfisáhrifum innkaupa og neyslu í opinberri starfsemi og samfélaginu öllu.

Meira...

Vistvæn innkaup hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Elva Rakel Jónsdóttir frá Umhverfisstofnun hélt erindi um vistvæn innkaup  fyrir Staðardagskrárfulltrúa Sambands sveitarfélaga. Kynnti hún hin ýmsu verkfæri sem eru aðgengileg á www.vinn.is og var gerður góður rómur að þeim tækifærum sem sveitarfélög hafa. Íslensk sveitarfélög kaupa inn fyrir um 150 milljarða á ári, vistvæn innkaup geta spilað stórt hlutverk í því að hvetja til virkrar samkeppni um vistvænar vörur og þjónstu á markaðnum. 
Þú ert hér: Forsíða Nýtt frá stofnunum

Um verkefnið

Verkefnið Vistvæn innkaup (VINN) varð til árið 2003 sem samstarfsvettvangur opinberra aðila sem höfðu áhuga á að innleiða og vinna að vistvænum innkaupum. Endurskoðuð stefna 2013 var útvíkkuð og tekur nú einnig til græns ríkisreksturs. Meginþættir verkefnisins eru að þróa vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur, upplýsa og aðstoða.

 

Aðstandendur verkefnisins

Fjármálaráðuneytið
Umhverfisráðuneytið
Ríkiskaup
Umhverfisstofnun
Samband íslenskra sveitarfélaga
Hafnarfjarðarbær
Reykjavíkurborg
Landspítali

Hafðu samband

Hafir þú spurningar, athugasemdir eða fréttir er best að hafa samband í gegnum This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Sjá einnig á Facebook og Twitter.

 

Flestar myndirnar á vefnum tók Hugi Ólafsson en nokkrar eru fengnar úr myndabanka norden.org.