Fréttir
Lögreglan fækkar prenturum um 60%
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu innleiddi heildstæða prentlausn í september 2007. Embættið fékk á einu bretti nýjan fullkomin prentbúnað fyrir alla sína starfsemi og greiðir fasta krónutölu fyrir hvert blað.
VINN á samfélagsmiðlum
Vistvæn innkaup og grænn ríkisrekstur er nú á samfélagsmiðlum, nægir að smella á táknin á hægri spássíu á forsíðu. Ætti þessi vettvangur að auðvelda miðlun upplýsinga og reynslu, einnig er hægt að leita í visku hópsins um lausnir eða leiðir. Smellið "læk" á síðuna
Krassandi dæmi um árangur í umhverfisstarfi
Margar áhugverðar niðurstöður komu fram á morgunverðarfundi um Grænan opinberan rekstur sem haldinn var 10. apríl. - Spurt var hversu vistvænn opinber rekstur er nú og hvert skyldi stefna. Kynntar voru niðurstöður könnunar hjá forstöðumönnum um grænan rekstur og ný stefna ríkisstjórnar um sama efni.
Ný stefna um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur undirrituð
Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra og Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra undirrituðu í dag stefnu til fjögurra ára um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur.
Aðstoð við útboð á visthæfum bifreiðum
Verkefnið "Hreinn bílafloti" (e.Clean Fleets Project) býður ókeypis aðstoð við innkaup á visthæfum bifreiðum. Verkefnið er hluti af innleiðingu á tilskipun ESB um visthæfa bíla (Clean Vehicles Directive) sem okkur hér á landi ber einnig skylda til að innleiða.