Vinn.is

Hvað eru vistvæn innkaup?

Vistvæn innkaup er að velja þá vöru eða þjónustu sem er síður skaðleg umhverfinu eða heilsu manna og ber sama eða lægri líftímakostnað samanborið við aðrar vörur og þjónustu sem uppfylla sömu þörf.

Fréttir

Fræðsla um vistvæn innkaup á YouTube

Nú eru aðgengilegar á YouTube upptökur af vinnustofu vistvænna innkaupa, upplagt fyrir þá sem ekki komust.

Frá árinu 2012 hefur verið gert átak í innleiðingu vistvænna innkaupa. Fjölmörg ráðuneyti og stofnanir þeirra hafa fengið fræðslu til þess að stíga fyrstu skref í vistvænum innkaupum. Haldinn var almennur kynningarfundur þar sem þátttakendur fengu heimaverkefni og að nokkrum vikum liðnum var síðan haldin vinnustofa þar sem farið var nánar yfir verkfæri og heimavinnu. Verkfærin má finna hér á vefnum.

Innkaup lykill að grænu hagkerfi

Green Growth the Nordic Way var að koma út (á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar). Áhersla er lögð á græn opinber innkaup og fjárfestingar sem leiða til grænna hagkerfa.

Vistvænar skrifstofuvörur í rammasamningum

Nú skal allur pappír vera umhverfismerktur, einnig skulu samningsaðilar bjóða að lágmarki umhverfismerktar möppur og penna, samkvæmt nýjum rammasamningi um skrifstofuvörur og ljósritunarpappír. En athugið að innkaupafólk þarf að vera vakandi og óska sérstaklega eftir umhverfismerktum vörum. Seljendur bjóða einnig upp á minnismiða, vinnubækur, blokkir og umslög.

Meira...

Grænt bókhald og sjálfbærnivísar GRI hjá ÁTVR

Í nýrri ársskýrslu ÁTVR 2012 má sjá margar áhugaverðar tölur úr grænu bókhaldi ÁTVR sem styðst fyrst íslenskra stofnana við sjálfbærnivísa GRI (Global Reporting Initiative).

Meira...

Erindi og upptökur af málþingi um grænan ríkisrekstur

Hér eru aðgengilegar upptökur og erindi af velheppnuðu málþingi um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur sem haldið var 10. apríl síðastliðinn.

Meira...

Þú ert hér: Forsíða Nýtt frá stofnunum

Um verkefnið

Verkefnið Vistvæn innkaup (VINN) varð til árið 2003 sem samstarfsvettvangur opinberra aðila sem höfðu áhuga á að innleiða og vinna að vistvænum innkaupum. Endurskoðuð stefna 2013 var útvíkkuð og tekur nú einnig til græns ríkisreksturs. Meginþættir verkefnisins eru að þróa vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur, upplýsa og aðstoða.

 

Aðstandendur verkefnisins

Fjármálaráðuneytið
Umhverfisráðuneytið
Ríkiskaup
Umhverfisstofnun
Samband íslenskra sveitarfélaga
Hafnarfjarðarbær
Reykjavíkurborg
Landspítali

Hafðu samband

Hafir þú spurningar, athugasemdir eða fréttir er best að hafa samband í gegnum This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Sjá einnig á Facebook og Twitter.

 

Flestar myndirnar á vefnum tók Hugi Ólafsson en nokkrar eru fengnar úr myndabanka norden.org.