Fréttir
FVA sparar 140 þúsund árlega
Fyrir tveimur árum endurskoðaði Fjölbrautarskóli Vesturlands Akranesi hjá sér lýsingu á göngum skólans og komst að því að verið væri að oflýsa. Gripið var til þess einfalda ráðs að fækka ljósaperum um helming í hverjum lampa, fjarlægðar voru tvær perur af fjórum í hverjum lampa. Lýsing var minnkuð án þess að hún væri óþarflega lítil.
16 nýir gátlistar
Nú geta kaupendur stuðst við 24 gátlista við smærri innkaup. Gátlistarnir auðvelda kaupendum að spyrja og gera kröfur um umhverfisvæna valkosti. Bleiur, kaplar, ljósaperur, vinnuhanskar, þvottaþjónusta og sængurföt eru dæmi um vöruflokka. Fyrir voru átta gátlistar en nú hafa bæst við 16.
Aukin fræðsla og þjálfun eykur vistvæn innkaup
Samkvæmt nýlegri rannsókn virðist aukin fræðsla og þjálfun hafa marktæk áhrif á og vera lykill að farsælli innleiðingu vistvænna innkaupa. Fjöldi rannsókna hafa verið gerðar á árangri vistvænna innkaupa en færri um þá þætti sem hafa áhrif á innleiðinguna.
Vistvæn innkaup í Sveitarstjórnarmálum
Í septemberblaði Sveitarstjórnarmála birtist eftirfarandi grein um vistvæn innkaup
Vistvæn innkaup opinberra aðila - vannýtt tækifæri?
Í Evrópu eru opinber innkaup talin nema um 18% af vergri þjóðarframleiðslu. Á Íslandi má því áætla að opinber innkaup á Íslandi séu um 300 milljarðar á ári, þar af eru innkaup sveitarfélaga um 150 milljarða á ári. Áhrifamáttur opinberra innkaupa er mikill. Með því að setja skýrar umhverfiskröfur í innkaupum gefst tækifæri til virkrar samkeppni og hvatning til nýsköpunar um vistvænar vörur og þjónustu á markaðinum. Um leið er dregið úr umhverfisáhrifum innkaupa og neyslu í opinberri starfsemi og samfélaginu öllu.