Fréttir
Að læra meira um vistvæn innkaup
Áfram heldur innleiðing á vistvænum innkaupum. Vinnustofur stofnanna ráðuneyta verða haldnar fram á vor. Nú þegar hafa verið haldnar velheppnaðar vinnustofur með fjármálaráðuneytinu og undirstofnunum þess (sjá mynd) og með efnahags- og viðskiptaráðuneyti og iðnaðarráðuneyti og þeirra undirstofnunum.
Vistvæn innkaup í grænu hagkerfi
Alþingi samþykkti 20. mars s.l. með 43 samhljóða atkvæðum þingsályktunartillögu um eflingu græns hagkerfis á Íslandi. Í tillögunni eru lagðar til 48 leiðir til þess að efla græna hagkerfið á Íslandi, meðal annars að allir nýir rammasamningar ríkisins uppfylli viðmið í umhverfisskilyrðum í vöruflokkum þar sem slík skilyrði eru til staðar ásamt fleiri aðgerðum er snerta vistvæn innkaup.
Markmiðið er að ríkið verði fyrirmynd í umhverfismálum og skapi aðstæður fyrir grænt hagkerfi. Beitt verði m.a. hagrænum hvötum til þess að efla græna hagkerfið, grænum störfum verði fjölgað og fræðsla verði aukin um umhverfismál. Sjá nánar þingsályktunartillöguna í heild
Vistvæn innkaup í fjármálaráðuneytinu
Haldinn var fræðslufundur fyrir fjármálaráðuneytið og allar stofnanir þess um vistvæn innkaup þann 15. febrúar s.l. Þar með er hafin innleiðing á vistvænum innkaupum hjá viðkomandi stofnunum en stefnt er að fyrsta skrefi í innleiðingu vistvænna innkaupahátta allra ríkisstofnanna fyrir árslok 2012. Á fundinum fór sérfræðingur Umhverfisstofnunar yfir vistvæn innkaup, umhverfismál, umhverfismerkingar og grænt bókhald. Fengu allar stofnanir heimavinnu og mun hópurinn hittast aftur á vinnustofu eftir nokkrar vikur. Á árinu verða öll ráðuneyti og stofnanir þeirra tekin fyrir með þessum hætti.
Vistvæn útboð Reykjavíkurborgar vekja alþjóðlega athygli
Útboð Reykjavíkurborgar á vistvænum ræstingum hafa hlotið alþjóðlega athygli sem gott dæmi um hvernig opinberir aðilar geta stuðlað að aukinni sjálfbærni og um leið náð fram umtalsverðum sparnaði. Reykjavíkurborg skrifaði nýlega samantekt um útboðin og árangur þeirra að beiðni ICLEI sem gott dæmi um innleiðingu vistvænna innkaupa og verður hún birt í gögnum sem kynnt verða á alþjóðlegu ráðstefnunni Ríó +20 á næsta ári.
Handbók um vistvæn innkaup - ný útgáfa og góð dæmi
Í október kom út endurskoðuð útgáfa af handbók ESB um vistvæn innkaup, Buying Green! Handbókin er skýrt og aðgengilegt grunnrit um vistvæn innkaup, hvernig opinberir aðilar geti byggt upp og unnið með vistvæn innkaup. Í endurskoðaðri útgáfu er: