Fréttir
Fræðsla um vistvæn innkaup á YouTube
Nú eru aðgengilegar á YouTube upptökur af vinnustofu vistvænna innkaupa, upplagt fyrir þá sem ekki komust.
Frá árinu 2012 hefur verið gert átak í innleiðingu vistvænna innkaupa. Fjölmörg ráðuneyti og stofnanir þeirra hafa fengið fræðslu til þess að stíga fyrstu skref í vistvænum innkaupum. Haldinn var almennur kynningarfundur þar sem þátttakendur fengu heimaverkefni og að nokkrum vikum liðnum var síðan haldin vinnustofa þar sem farið var nánar yfir verkfæri og heimavinnu. Verkfærin má finna hér á vefnum.
Innkaup lykill að grænu hagkerfi
Green Growth the Nordic Way var að koma út (á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar). Áhersla er lögð á græn opinber innkaup og fjárfestingar sem leiða til grænna hagkerfa.
Vistvænar skrifstofuvörur í rammasamningum
Nú skal allur pappír vera umhverfismerktur, einnig skulu samningsaðilar bjóða að lágmarki umhverfismerktar möppur og penna, samkvæmt nýjum rammasamningi um skrifstofuvörur og ljósritunarpappír. En athugið að innkaupafólk þarf að vera vakandi og óska sérstaklega eftir umhverfismerktum vörum. Seljendur bjóða einnig upp á minnismiða, vinnubækur, blokkir og umslög.
Grænt bókhald og sjálfbærnivísar GRI hjá ÁTVR
Í nýrri ársskýrslu ÁTVR 2012 má sjá margar áhugaverðar tölur úr grænu bókhaldi ÁTVR sem styðst fyrst íslenskra stofnana við sjálfbærnivísa GRI (Global Reporting Initiative).
Erindi og upptökur af málþingi um grænan ríkisrekstur
Hér eru aðgengilegar upptökur og erindi af velheppnuðu málþingi um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur sem haldið var 10. apríl síðastliðinn.