Fréttir
Veðurstofan kaupir metanbifreið
Þann 5. október 2010 voru heimsóttar Þóra og Hafdís hjá Veðurstofunni. Veðurstofan hefur nú þegar tekið skref í átt að vistvænni innkaupum. Til að mynda er öll prentþjónusta Svansmerkt, einnota glös eru á útleið og verið er að undirbúa aðgangsstýringu prentara til að draga úr óþarfa prentun.
Metnaður í umhverfismálum ÁTVR
Þann 17. janúar 2011 var Sigrúnu Ósk hjá ÁTVR heimsótt. Stofnunin sýnir mikinn metnað þegar kemur að því að draga úr umhverfisáhrifum starfsemi sinnar; fylgir umhverfisstefnu sem tekur á innkaupum með nokkrum umhverfisþáttum og birta niðurstöður ársskýrslu.
Úrgangsflokkun í MH
Þann 31. janúar 2011 voru heimsótt Jón Sigurbjörns og Guðrún hjá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Innan skólans eru menn mjög meðvitaðir um vistvæn innkaup og um umhverfismál almennt. Til að mynda er
Einkabollar í uppáhaldi
Þann 31. janúar 2011 voru Jens Pétur og Bjarndís hjá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu heimsótt. Ráðuneytið hefur verið að innleiða þætti sem styðja við vistvæn innkaup. Alltaf er keyptur Svansmerktur pappír og til reynslu eru ekki keyptir post-it miðar heldur rífa menn niður notuð blöð til að nota sem minnismiða.
Orkunýtin húsakynni hjá HR
Þann 1. febrúar 2011 var fundað með Sólrúnu og Jens hjá Háskólanum í Reykjavík í nýjum húsakynnum skólans. Við hönnun húsnæðisins var lögð áhersla á að auka orkunýtni eins og hægt var.